Bláskel frá Íslandsskel er gæðaskelFerskari afurðir fást ekki
Sölustaðir

skel.is

Íslandsskel ræktar ferska Bláskel á línum í Faxaflóa og Hvalfirði.  Ræktunin er umhverfisvæn og sjálfbær.  Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjanesbæ þar sem við starfrækjum skelvinnslu sem tekur við afurðunum og vinnur á markað.  Enn sem komið er leggjum við aðal áherslu á innanlandsmarkað og seljum afurðir okkar til veitingahúsa og verslana um allt land.  Markmið okkar er að bjóða alltaf upp á ferska skel og geta viðskiptavinir okkar fengið afhenta skel amk. tvisvar í viku.