Meðhöndlun

Skelfiskur

Bláskel er lifandi við sölu.

Gæta skal að því að skelin sé lifandi áður en hún er elduð. Lokuð skel er yfirleitt lifandi. Skelin getur verið aðeins opin en með því að banka í hana þá byrjar hún að loka sér. Einnig er mjög gott að skola skelina upp úr fersku vatni rétt áður en hún er elduð. Þá á öll lifandi skel að loka sér. Ekki skal neyta skelja sem ekki opnast við eldun. Alltaf skal geyma skel í kæli við hitastig frá 0-4 °C. Ekki má frysta lifandi eða ósoðna skel, við það eyðileggst hún. Hinsvegar er í lagi að frysta skelina eftir suðu. Ef svo ólíklega vill til að skelin klárist ekki þá er tilvalið að taka hana úr skelinni og frysta til þess að eiga síðar í salöt, pasta eða aðra rétti. Skel má ekki geyma í ferskvatni þar sem hún er sjávardýr.