Einfalda uppskriftin

Bláskel frá Íslandsskel

Bláskel frá Íslandsskel

Forréttur fyrir 4
Aðalréttur fyrir 2

Eldunartími 5 mínútur
1 kg bláskel frá Íslandsskel
1 stk hvítlaukssmjör 100 gr.

Aðferð:

Setjið hvítlaukssmjörið í pott og hitið. Þegar smjörið er farið að krauma vel þá skal hella skelinni saman við og látið krauma í smástund. Bætið má við einum litlum bjór eða 2 glösum af hvítvíni ef þið viljið en það er alls ekki nauðsynlegt.

Einnig má bæta við saxaðri steinselju og/eða söxuðum lauk ef menn vilja bragðbæta. Soðið þar til að skelin er vel opin.

Gott er að hræra í skelinni af og til til að jafna hitann.

Borið fram með nýbökuðu brauði og soðinu.

Afar ljúffengt er að dýfa brauðinu í soðið

.