Ræktunin

Bláskelin okkar sem er ræktuð í Faxaflóa og í Hvalfirði hefur mjög góða holdfyllingu og þykir sérstaklega bragðgóð.  Hún hefur fengið mjög góða dóma hjá matreiðslumönnum, ferðamönnum og Íslendingum sem hafa borðað skel víða um heim.

Íslandsskel ræktar Bláskel á línum. Burðarlína er strengd við yfirborð sjávar og niður úr henni hanga svo sérstakar söfnunarlínur.  Lirfur bláskelja taka sér bólfestu á þessum línum og vaxa þar.  Ræktunarskel er laus við sand.

29.05.12      29.05.12 2