Kræklingasúpa

1 kg bláskel frá Íslandsskel
2 pakkar Knorr Minestrone súpa
1 dós maukaðir tómatar
100 gr blandað fiskmeti að eigin vali
2 hvítlauksrif
1 bolli blandað grænmeti
1 tsk paprikkuduft
2 msk fiskikraftur

Aðferð:
Setjið súpuduftið í pott samkvæmt leiðbeiningum, bætið tómötunum, grænmetinu, kryddinu og kraftinum út í og fáið suðuna upp.
Setjið skeljarnar ásamt fiskmetinu út í, sjóðið þar til allar skeljarnar opnast. ATH ef skel opnast ekki, veiðið hana upp úr og hendið. Berið fram með brauðteningum og góðu hvítvíni.
Gott er að hafa sýrðan rjóma með graslauk út á.