Íslandsskel

Íslandsskel ræktar ferska Bláskel á línum í Faxaflóa og Hvalfirði.  Ræktunin er umhverfisvæn og sjálfbær.  Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjanesbæ þar sem við starfrækjum skelvinnslu sem tekur við afurðunum og vinnur á markað.  Enn sem komið er leggjum við aðal áherslu á innanlandsmarkað og seljum afurðir okkar til veitingahúsa og verslana um allt land.  Markmið okkar er að bjóða alltaf upp á ferska skel og geta viðskiptavinir okkar fengið afhenta skel amk. tvisvar í viku.

Jafnframt því að sinna innanlandsmarkaði vinnum við að því að auka framleiðsluna til að geta hafið útflutning og höfum við þegar fengið nokkrar fyrirspurnir frá áhugasömum viðskiptavinum erlendis.  Við finnum fyrir þvi að kröfur um hreinleika og heilnæmi aukast jafnt og þétt og menn beina sjónum sínum æ meir til Íslands vegna hreinnar og óspilltrar náttúru.

Stofnendur og eigendur Íslandsskeljar eru Einar Þ. Magnússon og Gylfi Rúnarsson.

Bláskelin okkar er vottuð og prófuð af eftirlitsstofnunum og byggir á ræktunarleyfi frá MAST.  Í aðdraganda vinnsluleyfis okkar var unnin gæðahandbók í nánu samstarfi við MAST um alla vinnuferla á skelinni og fleiri atriði sem tryggja að ávallt sé fyrsta flokks hráefni á markaðnum frá okkur.  Vinnsluleyfi Íslandsskeljar er A-746