Framkvæmdastjórn

Ólafur Þór Jóhannesson

  • Forstjóri
  • Tók fyrst sæti 2022

Ólafur Þór var ráðinn forstjóri Skeljungs í febrúar 2022 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri Skeljungs. Hann var framkvæmdastjóri fjármálasviðs og staðgengill forstjóra Basko ehf. árin 2012-2018. Þá var Ólafur framkvæmdastjóri Miðengis ehf., eignarhaldsfélags í eigu Íslandsbanka, og þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs Teymis hf. sem var skráð félag í Kauphöll Íslands.

Ólafur hefur einnig gengt ráðgjafastörfum og setið stjórn nokkurra félaga. Auk þess hefur hann sinnt kennslu í Háskólanum í Reykjavík við viðskiptadeild háskólans og starfað fyrir prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Ólafur er með Cand.oecon próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.