Framkvæmdastjórn

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason

  • Forstjóri
  • Tók fyrst sæti 2022

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hóf störf sem forstjóri Skel fjárfestingafélags hf. í júlí 2022. Áður starfaði Ásgeir sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kviku banka hf., yfirlögfræðings MP banka hf., lögmaður á LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London og þar áður hjá Straumi fjárfestingarbanka hf. árin 2004-2009.

Ásgeir var meðlimur í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta árið 2015 sem lauk störfum með gerð stöðugleikasamninga það ár. Ásgeir sinnti stundakennslu við Háskólann í Reykjavík um árabil í verðbréfamarkaðsrétti o.fl. Ásgeir hefur setið í stjórnum félaga sem hafa tengst hans störfum og er í dag stjórnarformaður fasteignafélagsins Kaldalóns hf. Hann hefur lokið BA og ML gráðum í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er með lögmannsréttindi.