Undirnefndir

Markmið með skipun tilnefningarnefndar er að koma á gagnsæju og skýru fyrirkomulagi tilnefninga stjórnarmanna á aðalfundi félagsins, sem m.a. skapar hluthöfum þess forendur fyrir upplýstri ákvarðanatöku. Tilnefningarnefnd hefur ráðgefandi hlutverk við val á stjórnarmönnum og leggur tillögur þess efnis fyrir aðalfund. Við framkvæmd starfa sinna skal tilnefningarnefnd taka mið af heildarhagsmunum hluthafa félagsins. Nefndarmenn skulu kosnir til eins árs í senn.

Tvo nefndarmenn skal hluthafafundur kjósa en nýkjörin stjórn félagsins skal skipa einn úr stjórn í nefndina í kjölfar hluthafafundar. Fyrirkomulag samþykkta um kosningu stjórnarmanna, og um framkvæmd kosningar, skal gilda um kosningu nefndarmannanna tveggja í tilnefningarnefnd.

Tilnefningarnefnd SKEL fjárfestingafélags skipa:
Álfheiður Eva Óladóttir
Almar Þ. Möller
Birna Ósk Einarsdóttir

Hluthafar geta sent tillögur að stjórnarmönnum eða aðrar athugasemdir varðandi stjórn félagsins á póstfangið tilnefningarnefnd@skel.is.

Framboð til stjórnar skulu jafnframt send á framangreint póstfang.
Vegna eðlis og umfangs starfa nefndarinnar þurfa tillögur og framboð að berast nefndinni eigi síðar en tveimur vikum fyrir fund þar sem kosið er til stjórnar, til þess að nefndin geti lagt mat á tilvonandi stjórnarmenn.

Allar tillögur og framboð sem berast skemmst fimm dögum fyrir hluthafafund eru þó fullgild.
Í tilnefningu eða framboðstilkynningu skal gefa upplýsingar um nafn viðkomandi, kennitölu og heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Endurskoðunarnefnd

Markmið endurskoðunarnefndar er að leitast við að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga félagsins og óhæði endurskoðenda þess. Endurskoðunarnefnd skal starfa samkvæmt íslenskum lögum og reglum og góðum stjórnarháttum. Endurskoðunarnefnd ber að fara yfir og meta gæði fjárhagslegra upplýsinga og fyrirkomulag upplýsingagjafar frá stjórnendum og endurskoðendum. Nefndin skal fara yfir að þær upplýsingar sem stjórnin fær um rekstur, stöðu og framtíðarhorfur félagsins séu áreiðanlegar og gefi sem gleggsta mynd af stöðu félagsins á hverjum tíma.
Hlutverk endurskoðunarnefndar er jafnframt eftirfarandi:

Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar og er hún skipuð af stjórn í samræmi við IX.kafla A laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Nefndin skal skipuð til eins árs í senn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Í henni skulu sitja eigi færri en þrír nefndarmenn.

Endurskoðunarnefnd SKEL fjárfestingafélags skipa:
Sigrún Guðmundsdóttir
Guðni Rafn Eiríksson
Sigurður Kristinn Egilsson

Endurskoðandi SKEL fjárfestingafélags er KPMG.

Starfskjaranefnd

Markmið starfskjaranefndar er að auka skilvirkni, skerpa á verklagi og efla starfshætti stjórnar er snúa að starfskjörum innan félagsins. Starfskjaranefnd gerir tillögu til stjórnar að starfskjarastefnu félagsins, út frá 79. gr. a hlutafélagalaga nr. 2/1995 og öðrum lögum og reglum og leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands.
Starfskjaranefnd skal skipuð þremur einstaklingum og skal meirihluti nefndarinnar vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum Viðskipta Þó getur nefndin verið skipuð tveimur mönnum en þá skulu þeir báðir vera óháðir félaginu. Nefndin skal skipuð til eins árs í senn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Starfskjaranefnd SKEL fjárfestingafélags skipa:
Jón Ásgeir Jóhannesson
Nanna Björk Ásgrímsdóttir
Birna Ósk Einarsdóttir