Um SKEL
SKEL fjárfestingafélag hf. er hlutafélag skráð á Nasdaq Nordic Iceland.
SKEL starfar sem fjárfestingafélag, með þann tilgang að skapa verðmæti fyrir hluthafa og aðra haghafa. Stefna SKEL í fjárfestingum er að þróa núverandi eignasafn með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi og enn fremur að minnka vægi jarðefnaeldsneytis í rekstri félagsins með fjölgun tekjustoða og fjárfestinga.
Stefna SKEL er að vera umbreytingafjárfestir og þannig veita stuðning og aðstoð við þau félög, stjórnendateymi og frumkvöðla sem ákveðið er að fjárfesta í hverju sinni. Stjórnendur og starfsfólk SKEL styðji þannig samstarfsaðila sína við að fullnýta alla möguleika fyrirtækjanna sem þau stýra, hvort sem um er að ræða rótgróin rekstrarfélög eða góða viðskiptahugmynd.
Gildi SKEL fjárfestingafélags eru:
- Samvinna: Styrkur teymisins felst í samanlagðri reynslu, sérfræðiþekkingu og getu til að treysta hvort öðru. Þessi teymishugsun nær einnig til fjárfestingaeigna og annarra samstarfsaðila þar sem allir aðilar vinna saman til að ná markmiðum.
- Gagnsæi: Með gagnsæi er lögð áhersla á upplýsingagjöf og umfjöllun um SKEL, fjárfestingar og framtíðarplön. SKEL leggur áherslu á gagnsæi í öllum samskiptum á milli starfsfólks, samstarfsaðila, eftirlitsaðila og fjölmiðla.
- Ábyrgð: Með ábyrgð er lögð áhersla á fagmennsku stjórnenda og starfsfólks sem bera ábyrgð á sínum gjörðum, orðum og árangri. Stjórnendur fjárfestingaeigna bera ábyrgð á sínum rekstri.