Stjórn
Hluthafar geta komið sjónarmiðum á framfæri eða sett fram spurningar til stjórnar í gegnum tölvupóstfangið fjarfestar@skel.is sem ritari stjórnar hefur umsjón með. Ritari stjórnar tilkynnir stjórn um allar tillögur eða spurningar hluthafa og hefur stjórnin yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim.

Jón Ásgeir Jóhannesson
- Stjórnarformaður
- Tók fyrst sæti 2019
Jón Ásgeir er stofnandi Bónuss, fjárfestir og ráðgjafi. Áður starfaði Jón sem forstjóri Haga. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnarstörfum en hann hefur sinnt stjórnarformennsku fyrir Haga og síðar Baug Group ásamt stjórnarstörfum fyrir Iceland Foods og Magazin du Nord, auk fjölda annarra innlendra félaga.
Jón Ásgeir situr einnig í stjórn Strengs hf. og Heimkaups ehf. og er varamaður í stjórn 365 hf. og Lyfjavals ehf.
Jón er formaður starfskjaranefndar SKEL.

Birna Ósk Einarsdóttir
- Varaformaður stjórnar
- Tók fyrst sæti 2023
Birna Ósk er Framkvæmdastjóri sölu- þjónustu- og markaðssviðs APM Terminals, sem rekur innviði fyrir hafnir um allan heim en áður áður en hún hóf störf þar aflaði hún sér víðtækrar reynslu í íslensku atvinnulífi með áherslu á sölu, markaðsmál, þjónustu og vöruþróun. Hún sat í framkvæmdastjórnum Símans, Landsvirkjunar og Icelandair frá 2011-2022. Birna Ósk hefur umtalsverða reynslu af stjórnarsetu, meðal annars í Gildi lífeyrissjóði, Já hf., CRI hf., Eyri Vexti og Skeljungi.
Birna situr einnig í stjórn Mílu hf., Brekkumýri ehf., Sunstone IV hf., og Sunstone III ehf. Birna situr í starfskjaranefnd og tilnefningarnefnd SKEL.
Birna Einarsdóttir
- Stjórnarmaður
- Tók fyrst sæti 2025
Birna Einarsdóttir var bankastjóri Íslandsbanka hf. 2008-2023. Birna hefur yfir 30 ára reynslu af fjármálamörkuðum, bæði hjá Íslandsbanka og Royal Bank of Scotland. Birna situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja, m.a. Iceland Seafood ehf., Verðbréfamiðstöðvar Íslands hf. og Fólk Reykjavik. Í starfi sínu hjá Íslandsbanka leiddi hún bankann í gegnum ýmsar áskoranir, þar á meðal skráningu bankans á markað. Birna býr yfir umfangsmikilli reynslu á sviði stefnumótunar, fjármála og stjórnunar. Birna er með BA gráðu í viðskiptafræði frá HÍ og MBA frá Háskólanum í Edinborg.
Birna situr í endurskoðunarnefnd SKEL.

Guðni Rafn Eiríksson
- Stjórnarmaður
- Tók fyrst sæti 2023
Guðni Rafn er eigandi og forstjóri Skakkaturns ehf. umboðsaðila Apple á Íslandi. Guðni hefur viðtæka reynslu af fjárfestingum á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Áður starfaði hann m.a við verðbréfamiðlun hjá Kaupþingi banka frá árunum 2005-2007 starfaði síðar hjá Eyrir Invest en hefur sinnt eigin fjárfestingum frá árinu 2009. Guðni útskrifaðist með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er auk þess með löggildingu í verðbréfaviðskiptum.
Guðni er Stjórnarformaður Skerjabrautar ehf., Klapparholts ehf., Grásteinsmýri hf., RES 9 ehf., M Invest ehf., Blue Ghost ehf. Guðni er sömuleiðis stjórnarmaður í GE Capital ehf., Skakkaturn ehf., Árkór ehf., 2E ehf., Fögruhæð ehf., Fasteignafélaginu L4 ehf., Edra ehf. Streng hf. og Metatron ehf.
Guðni situr í endurskoðunarnefnd SKEL.
Sigurður Ásgeir Bollason
- Stjórnarmaður
- Tók fyrst sæti 2025
Sigurður Ásgeir Bollason hefur lengi starfað sem fjárfestir. Sigurður hefur komið að rekstri fjölmargra verslana, bæði hér 6 heima og erlendis ýmist sem eigandi og fjárfestir eða stjórnarmaður. Má þar nefna verslanir eins og All Saints, Whistles, Karen Millen, Shoe Studio og Warehouse. Sigurður og eiginkona hans, Nanna Björk Ásgrímsdóttir, eru meirihlutaeigendur félagsins RES 9 ehf., sem á 47,94% hlut í Streng hf. Sigurður er stjórnarmaður í Streng hf.
Sigurður situr í starfskjaranefnd SKEL.