Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu SKEL, hefur f.h. eignarhaldsfélags, gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu ehf. Samhliða hefur SKEL fjárfestingafélag hf. samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf. félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts.