Styrkás: Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024

Styrkás skilaði góðri afkomu á árinu 2024 sem var fyrsta heila starfsár félagsins frá því að Skel fjárfestingarfélag og Horn IV, fjárfestingarsjóður í rekstri Landsbréfa, lögðu grunn að stefnu félagsins.
Framundan er mikil uppbygging innviða á Íslandi. Viðhaldsþörf hefur ekki verið sinnt sem skyldi og nemur samanlögð uppsöfnuð viðhaldsþörf á innviðum um 680 milljörðum króna að mati Samtaka iðnaðarins. Umtalsverðar nýfjárfestingar eru einnig á teikniborðinu hvert sem litið er. Samantekið metur Styrkás að fjárfestingarþörfin sem blasir við nemi ekki undir 2.500 milljörðum króna.
Styrkás er í kjörstöðu til að vera virkur þátttakandi í að þjónusta þá uppbyggingu sem framundan er og leggja þannig grunn að áframhaldandi vexti félagsins. Áframhaldandi uppbygging kjarnasviða mun gera félagið enn betur í stakk búið að þjónusta viðskiptavini.
Nánar má lesa um þetta í nýútkominni árs- og sjálfbærniskýrslu Styrkás á heimasíðu félagsins