Stjórn

Hluthafar geta komið sjónarmiðum á framfæri eða sett fram spurningar til stjórnar í gegnum tölvupóstfangið fjarfestar@skel.is sem ritari stjórnar hefur umsjón með. Ritari stjórnar tilkynnir stjórn um allar tillögur eða spurningar hluthafa og hefur stjórnin yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim.

Jón Ásgeir Jóhannesson

  • Stjórnarformaður
  • Tók fyrst sæti 2019

Jón Ásgeir er stofnandi Bónuss, fjárfestir og ráðgjafi. Áður starfaði Jón sem forstjóri Haga. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnarstörfum en hann hefur sinnt stjórnarformennsku fyrir Haga og síðar Baug Group ásamt stjórnarstörfum fyrir Iceland Foods og Magazin du Nord, auk fjölda annarra innlendra félaga. Jón Ásgeir situr einnig í stjórn 365 hf., Strengs ehf., Lyfjavals ehf. og Wedo ehf.

Nanna Björk Ásgrímsdóttir

  • Stjórnarmaður
  • Tók fyrst sæti 2021

Nanna Björk er fjárfestir en hún hefur verið í eigin fjárfestingum frá 2006. Hún hefur komið að rekstri fjölmargra verslana, bæði hér heima og erlendis, ýmist sem eigandi og fjárfestir eða stjórnandi, t.d. All Saint, Whistles, Karen Millen, Shoe Studio og Warehouse. Þá starfaði hún hjá Kaupþing Bank, Corporate Finance við almenn lögfræðistörf 2001-2003 og á Lex lögmannsstofu við almenn lögfræðistörf 1999-2000. Nanna Björk er með LLM-meistaragráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Sigurður Kristinn Egilsson

  • Stjórnarmaður
  • Tók fyrst sæti 2021

Sigurður er stofnandi Arcur Finance sem sérhæfir sig m.a. í fjármögnun fyrirtækja ásamt ýmsum sérhæfðum verkefnum. Frá 1998-2007 starfaði Sigurður á eignastýringasviði Kaupþings banka, frá 2007-2010 starfaði hann á eignastýringasviði bankans erlendis og leiddi uppbyggingu á alþjóðlegu sjóðasviði fyrir fagfjárfesta. Frá árinu 2010-2016 veitti Sigurður forstöðu eignastýringar og sérhæfðra sjóða hjá ALM Verðbréfum sem fjármagnaðir voru af lífeyrissjóðum. Þá hefur hann setið í stjórn Meniga fyrir hönd fjárfesta. Sigurður er stjórnarformaður NeckCare Holding ehf. Sigurður útskrifaðist sem véla-og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er auk þess með löggildingu í verðbréfaviðskiptum.

Birna Ósk Einarsdóttir

  • Stjórnarmaður
  • Tók fyrst sæti 2023

Birna Ósk er Chief Commercial Officer hjá APM Terminals, sem rekur innviði fyrir hafnir um allan heim en áður áður en hún hóf störf þar aflaði hún sér víðtækrar reynslu í íslensku atvinnulífi með áherslu á sölu, markaðsmál, þjónustu og vöruþróun. Hún sat í framkvæmdastjórnum Símans, Landsvirkjunar og Icelandair frá 2011-2022. Birna Ósk hefur umtalsverða reynslu af stjórnarsetu, meðal annars í Gildi lífeyrissjóði, Já hf., CRI hf., Eyri Vexti og Skeljungi.

Guðni Rafn Eiríksson

  • Stjórnarmaður
  • Tók fyrst sæti 2023

Guðni Rafn er eigandi og forstjóri Skakkaturns ehf. umboðsaðila Apple á Íslandi. Guðni hefur viðtæka reynslu af fjárfestingum á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Áður starfaði hann m.a við verðbréfamiðlun hjá Kaupþingi banka frá árunum 2005-2007 starfaði síðar hjá Eyrir Invest en hefur sinnt eigin fjárfestingum frá árinu 2009. Guðni útskrifaðist með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er auk þess með löggildingu í verðbréfaviðskiptum.