Sp/f Orkufelagið (í söluferli)

Eignarhluti 48,3%

Markmið Orkufelagsins er að verða leiðandi í öllum orkulausnum í Færeyjum.

Orkufelagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum. P/F Magn er eitt stærsta félag Færeyja. Starfsemi er að mestu heildsala, þjónusta, birgðahald og dreifing á eldsneyti og smásölurekstur.

Markmið Orkufelagsins er að verða leiðandi í öllum orkulausnum (full cycle) í Færeyjum. Hjá félaginu er reynslumikið teymi í orkumálum og fagmenn í smásölu. Færeysk stjórnvöld hafa sett markið á 100% endurnýjanlega raforku fyrir árið 2030.

SKEL. hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allt hlutafé SKEL í SP/F Orkufelagið eða 48,3%. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum.

Kaupverð hlutafjár er DKK 146.054.899. Greitt verður fyrir hlutina með reiðufé á afhendingardegi, sem áætlað er að verði í lok mars 2023.

Eignasafnið