16. ágúst 2023
Hagnaður eftir skatta nam 2,06 milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2023
SKEL birti uppgjör vegna fyrri árshelmings 2023 í dag
HELSTU LYKILTÖLUR OG NIÐURSTÖÐUR Á FYRRI ÁRSHELMINGI 2023
- Fjárfestingatekjur námu 2.424 m.kr. (1H 2022: 6.849 m.kr.)
- Rekstrargjöld námu 407 m.kr. (1H 2022: 636 m.kr)
- Hagnaður eftir skatta nam 2.060 m.kr. (1H 2022: 4.939 m.kr)
- Arðsemi eigin fjár, á ársgrundvelli, var 12,5% (1H 2022: 30%)
- Hagnaður á hlut var 1,06 kr. (1H 2022: 2,27 kr.)
- Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 42 m.kr. (1H 2022: jákvætt um 4.480 m.kr.)
- Heildareignir í lok tímabilsins námu 42.074 m.kr. (31.12.2022: 38.505 m.kr.)
- Eigið fé í lok tímabilsins nam 34.946 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 83,1% (31.12.2022: 33.430 m.kr. og 86,2%)
- Eigið fé á hlut í lok tímabilsins nam 18,1 kr. (31.12.2022: 17,3 kr.)
- Handbært fé í lok tímabilsins nam 3.904 m.kr. og eign í ríkisskuldabréfum 1.008 m.kr. (31.12.2022: 4.731 m.kr. og 2.116 m.kr.)
HELSTU FRÉTTIR AF EIGNASAFNI SKEL Á 2. ÁRSFJÓRÐUNGI
- Horn IV fjárfestir fyrir 3,5 milljarða í Styrkási, móðurfélagi Skeljungs og Kletts
- Sala á öllu hlutafé SKEL í Sp/f Orkufelagið kláraðist endanlega í lok júlí
- Viðsnúningur í rekstri Orkunnar
- Verslunarrekstur Orkunnar og Lyfjaval selt til Heimkaupa og Gréta María Grétarsdóttir ráðin forstjóri félagsins
KYNNINGARFUNDUR
Opinn kynningarfundur vegna árshlutareiknings félagsins verður haldinn 17. ágúst á Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 8:30. Á fundinum munu Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri og Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri kynna afkomuna og helstu þætti úr rekstrinum.
Árshlutareikningur og fjárfestakynning er aðgengileg hér