8. mars 2024

SKEL kaupir 50 íbúðir við Stefnisvog

Vísað er til tilkynningar dags. 22. september 2023 um kaup SKEL á 55 íbúðum við Stefnisvog 2, 104 Reykjavík og samkomulags um kauprétt að 35 íbúðum, samtals 3.816 fm, við Stefnisvog 12, 104 Reykjavík í eigu Stefnisvogs ehf. Umsamið kaupverð kaupréttar var 3.243 m.kr.

SKEL hefur tilkynnt Stefnisvogi ehf. um nýtingu framangreinds kaupréttar. Aðilar hafa náð samkomulagi um kaup SKEL á fleiri íbúðum og samanlagt er SKEL að kaupa 50 íbúðir við Stefnisvog 12, samtals 5.534 fm að stærð. Kaupverð samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var í dag er 4.704 m.kr. Kaupverðið jafngildir 850.000 á fermeter íbúðarhúsnæðis.

Hluti kaupverðs verður greiddur með afhendingu hlutafjár og hluthafalána í Reir þróun ehf. að fjárhæð 726 m.kr. Að loknu uppgjöri viðskiptanna verður SKEL búið að afhenda alla eignarhluti í og hluthafalán til Reir Þróunar í skiptum fyrir fullbúnar íbúðir. Með þessum viðskiptum eignast SKEL fyrnanlega eign upp á um 3.800 m.kr. og getur þannig frestað tekjuskatti sem hefur verið færður í bókum félagsins og hefði að öðrum kosti hefði komið til greiðslu á árinu 2025.

Áætlað er að íbúðirnar verði afhentar á fjórða ársfjórðungi 2024. SKEL mun bjóða umræddar íbúðir til langtímaleigu í gegnum leigumiðlara. Allar eignir sem SKEL hefur þegar keypt hafa verið leigðar út.

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum fjarfestar@skel.is

Fréttir