25. október 2022

SKEL hefur samþykkt kauptilboð í allt hlutafé sitt í Sp/f Orkufelagið

SKEL fjárfestingafélag hf. hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allt hlutafé SKEL í SP/F Orkufelagið eða 48,3%. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum.

SKEL fjárfestingafélag hf. hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allt hlutafé SKEL í SP/F Orkufelagið eða 48,3%. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum.

Kauptilboðið er háð hefðbundnum fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun, afkomu ársins og samþykki eftirlitsaðila. Aðilar stefna að því að ljúka áreiðanleikakönnun og endanlegri skjalagerð innan tveggja mánaða. Að þeim tíma loknum tekur við málsferð færeyskra eftirlitsaðila.

Kaupverð hlutafjár samkvæmt umræddu tilboði er 146 milljónir DKK eða 2.798 milljónir íslenskra króna miðað núverandi gengi DKK. Áætlaður söluhagnaður er 124 milljónir íslenskra króna m.v. bókfært virði þann 30.6.2022. Greitt verður fyrir hlutina með reiðufé á afhendingardegi.

Samhliða hefur verið gert skilyrt samkomulag þess efnis að íslenskir fjárfestar í Orkufélaginu stofni nýtt eignarhaldsfélag sem mun eiga 11,9% hlut í Orkufélaginu. SKEL verður 39% hluthafi í eignarhaldsfélaginu og greiðir fyrir hlutinn 14 milljónir DKK. Umrætt félag mun samkvæmt núgildandi hluthafasamningi eiga rétt á einum stjórnarmanni af fimm.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjarfestar@skel.is

Fréttir