11. mars 2022

Skeljungur hf. verður SKEL fjárfestingafélag hf.

Á aðalfundi Skeljungs hf þann 10.03.2022 var samþykkt að breyta nafni Skeljungs hf í SKEL fjárfestingafélag. Félagið verður áfram skráð í kauphöll.

Skeljungur hf. hefur verið rekið sem olíufélag frá árinu 1928 eða í 93 ár og byggir á góðum grunni. Frá 2019 hefur markvisst verið unnið að því að skerpa­ á hlutverki og framtíðarsýn félagsins.
Stefnan hjá SKEL fjárfestingafélagi er að leggja aukna áherslu á arðsemi, minnkandi vægi jarðefnaeldsneytis og leggja meiri áherslu á að styrkja núverandi rekstrarfélög auk annarra fjárfestinga.
Þrjú sjálfstæð dótturfélög heyra undir félagið: Orkan IS, með starfsemi á einstaklingsmarkaði og Skeljungur IS og Gallon með starfsemi á fyrirtækjamarkaði.

SKEL fjárfestingafélag er sterkt félag með góðar eignir í eignasafni sínu og talsverða fjárfestingargetu. Áherslan verður á að styrkja núverandi rekstrarfélög auk annarra fjárfestinga. Það eru því nýir og spennandi tímar framundan hjá félaginu og dótturfélögum þess
Ólafur Þór Jóhannesson, forstjóri

Fréttir