31. mars 2022

Kaupsamningur undirritaður vegna sölu eigna


Skel og Fasteignastýring ehf., dótturfélag í fullri eigu Kaldalóns, hafa nú í kjölfar samþykkis aðalfundar SKEL á sölu fasteignanna undirritað kaupsamning vegna umræddra fasteigna.

Skel og Fasteignastýring ehf., dótturfélag í fullri eigu Kaldalóns, hafa nú í kjölfar samþykkis aðalfundar Skel á sölu fasteignanna undirritað kaupsamning vegna umræddra fasteigna. Orkan IS ehf. og Löður ehf., dótturfélög í fullri eigu Skel, munu leigja fasteignirnar af Fasteignastýringu ehf.

Kaupverð fasteignanna er óbreytt frá því sem tilgreint var í fyrri tilkynningu og greiðist annars vegar með krónum 3.593.400.000 í reiðufé og hins vegar með 1.287.956.989 nýjum hlutum í Kaldalóni.

Kaupsamningarnir eru háðir óverulegum fyrirvörum sem ráðgert er að verði uppfylltir á næstu vikum.

Enn er unnið er að útfærslu, samningum og skjalagerð vegna sölu Skel á öðrum fasteignum sem tilkynnt var um í áðurnefndri tilkynningu Skel, dags. 22. desember sl.

Fréttir