3. ágúst 2023

Uppgjöri vegna sölu á hlutum í SP/F Orkufelaginu lokið

Vísað er til tilkynningar dags. 15 febrúar 2023 um undirritun kaupsamnings vegna kaupa færeyska félagsins SP/F frá 27. júní 2007 á öllu hlutafé SKEL fjárfestingafélags hf. í SP/F Orkufelagið, eða því sem nemur 48,3% af heildarhlutafé þess. Orkufelagið er móðurfélag P/F Magn sem er orku-, verslunar og olíudreifingarfyrirtæki í Færeyjum. Kaupverð hlutafjár er DKK 146.054.899.

Kaupsamningurinn félaganna var háður fyrirvara um samþykki samkeppniseftirlits Færeyja. Samkeppniseftirlitið staðfesti að það muni ekki aðhafast frekar vegna kaupanna og þar með voru allir fyrirvarar viðskiptanna uppfylltir. Í dag var gengið frá uppgjöri viðskiptanna með greiðslu kaupverðs og afhendingu hlutanna.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri, fjarfestar@skel.is.

Fréttir